Við á skrifstofu Domino´s ætlum að styrkja Kraft, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinst hefur með krabbamein og aðstandendur þeirra og HJÓLA með áheitasöfnun núna á föstudaginn! Já við ætlum að hjóla til skiptis á tveimur "trainerum" inni á skrifstofugólfi frá klukkan 08:00 - 16:00 eða í 8 klukkustundir. Það gerir um hálftíma á mann. Domino´s greiðir 5.000 kr. fyrir hvern hálftíma sem starfsmenn hjóla til átaksins.